Fara í efni

Fréttir & tilkynningar

E - logic frá Marangoni

23.01.2009
Almennt
Marangoni kynnti á dögunum nýtt sumardekk sem hefur verið sett í framleiðslu.  Ber það nafnið E logic. Meiri ending, minni eldsneytiseyðsla, umhverfisvænna og hljóðlátara eru allt kostir sem prýða dekkið.

Ný heimasíða tekin í notkun

15.12.2008
Almennt
Verið velkomin á nýja heimasíðu Dekkjahallarinnar.  Við vonum að þessi vefur komi til við að nýtast öllum vel sem til okkar koma.  Við leggjum upp á að síðan nýtist fólki sem allra best og vonum við að sú nýbreytni að birta veðurfar á okkar þjónustustöðvum og helstu leiðum mælist vel fyrir. Takk fyrir komuna á nýja vefinn okkar!

Dekkjahöllin á Facebook

25.11.2008
Almennt
Dekkjahöllin er komin á  Facebook.  Þar getur þú skráð þig sem aðdáanda og munum við senda við vel valin tækifæri upplýsingar um þjónustu okkar og hvernig vinir okkar á Facebook geta grætt á því. 

Breskur Drift ökumaður hrósar Marangoni Mythos

08.10.2008
Almennt
Chris Bradbury, ekur á Marangoni Mythos í British Drift Championship keppninni í ár. Hann segir Marangoni dekkin með ótrúlega góðu gripi og þau bestu sem hann hefur keyrt í þau fimm ár, sem hann hefur verið í driftinu.

Marangoni opnar nýja heimasíðu

06.10.2008
Almennt
Marangoni opnaði nýja heimasíðu á dögunum og er hún glæsileg í alla staði.  Hún hefur verið í þróun í töluverðan tíma og leit svo loksins dagsins ljós

Loksins í Reykjavík

01.03.2008
Almennt
Í febrúar keypti Dekkjahöllin rekstur hjólbarðaverkstæðis- og smurstöðvar í Reykjavík. Þjónustustöðin er staðsett í Skeifunni 5.