Fara í efni

Fréttir & tilkynningar

Nýr starfsmaður í Reykjavík

25.04.2009
Almennt
Almar Már Sverrisson hefur verið ráðinn á starfstöð Dekkjahallarinnar í Reykjavík. Við bjóðum Almar velkominn í hópinn.

Jeppadekkin komin

21.04.2009
Almennt
Nýjasta sendingin af Sigma jeppadekkjunum er komin. Hægt er að sækja pantanir á flestum stærðum á öllum sölustöðum, þ.e. á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík.

Vinningshafar í öskudagsleik Dekkjahallarinnar

27.02.2009
Almennt
Dómnefnd hefur valið vinningshafa í öskudagsleiknum okkar.  Dómnefndin átti mjög erfitt með að velja þrjá hópa.  Það voru margir hópar sem komu til greina.  Dómnefndin hefur valið þrjá hópa og auk þess veitt einum hóp sérstök verðlaun fyrir tónlistarflutning.

Takk fyrir okkur

25.02.2009
Almennt
Það voru 167 hópar sem heimsóttu Dekkjahöllina, Akureyri í dag, öskudag.  Við þökkum þessum hópum kærlega fyrir heimsóknina og allan sönginn.  Dekkjahöllin á Akureyri var með samkeppni í gangi um flottustu búningana.  Dómnefnd situr núna yfir myndunum og verða vinningshafar tilkynntir hér á heimasíðunni fljótlega.  Hægt er að skoða myndir af hópunum með því að velja Um okkur - myndasafn eða með að smella hér!

Bifvélavirkjar óskast

12.02.2009
Almennt
Dekkjahöllin auglýsir stöður bifvélavirkja lausar til umsóknar.  Um er að ræða tvær stöður.  Ein staða á Akureyri á þjónustustöð okkar í Draupnisgötu.  Hin staðan er á þjónustustöð okkar í Skeifunni 5, Reykjavík.  Sjá undir Laus Störf

E - logic frá Marangoni

23.01.2009
Almennt
Marangoni kynnti á dögunum nýtt sumardekk sem hefur verið sett í framleiðslu.  Ber það nafnið E logic. Meiri ending, minni eldsneytiseyðsla, umhverfisvænna og hljóðlátara eru allt kostir sem prýða dekkið.

Ný heimasíða tekin í notkun

15.12.2008
Almennt
Verið velkomin á nýja heimasíðu Dekkjahallarinnar.  Við vonum að þessi vefur komi til við að nýtast öllum vel sem til okkar koma.  Við leggjum upp á að síðan nýtist fólki sem allra best og vonum við að sú nýbreytni að birta veðurfar á okkar þjónustustöðvum og helstu leiðum mælist vel fyrir. Takk fyrir komuna á nýja vefinn okkar!

Dekkjahöllin á Facebook

25.11.2008
Almennt
Dekkjahöllin er komin á  Facebook.  Þar getur þú skráð þig sem aðdáanda og munum við senda við vel valin tækifæri upplýsingar um þjónustu okkar og hvernig vinir okkar á Facebook geta grætt á því. 

Breskur Drift ökumaður hrósar Marangoni Mythos

08.10.2008
Almennt
Chris Bradbury, ekur á Marangoni Mythos í British Drift Championship keppninni í ár. Hann segir Marangoni dekkin með ótrúlega góðu gripi og þau bestu sem hann hefur keyrt í þau fimm ár, sem hann hefur verið í driftinu.