Karfan er tóm.
Fréttir & tilkynningar

Marangoni örkornadekk fyrir þá sem vilja ekki nagla
10.09.2010
Almennt
Viltu ekki aka á nöglum?
eða
Viltu aka á sömu dekkjum allan ársins hring?
Þá eru Marangoni örkornadekk lausnin fyrir þig. Mjúkt gúmmi sem inniheldur þúsundir agnarsmárra kristalla. Kornin á yfirborði
dekksins auka grip þess. Síðan þegar kornin detta úr, þá verða eftir örlitlar holur, sem virka eins og sogskálar (samanborið
loftbóludekk).
Marangoni dekkin eru framleidd á Ítalíu og vetrardekkjalínan þeirra er sérstaklega hönnuð fyrir norðlægar slóðir (Ísland
og Norðurlöndin).
Örkorna- og heilsársdekkin frá Marangoni eru á einstöku verði í september. Kynntu þér málið strax!

Winterclaw vetrardekk á frábæru verði
08.09.2010
Almennt
Vorum að frá Winterclaw Extreme Grip vetrardekk í mörgum stærðum. Bjóðum þau á frábæru kynningarverði í
September.
"14 frá 8.195 kr/stk,
"15 frá 9.480 kr/stk og
"16 frá 11.860 kr/stk
(verð eru án nagla).
Kynntu þér málið hjá sölumönnum okkar.
Laus störf í boði
06.09.2010
Almennt
Dekkjahöllin auglýsir eftir starfsfólki á þjónustustöðvar sínar. Leitum við eftir vönu starfsfólki á
hjólbarðaverkstæði og smurstöðvar okkar. Nánari upplýsingar um störfin er hægt að fá með að smella hér.

Krossaradekk og fjórhjóladekk
31.08.2010
Almennt
Dekkjahöllin hefur hafið innflutning á krossaradekkjum frá GoldenTyre á Ítalíu. GoldenTyre lætur framleiða fyrir sig margar
stærðir og gerðir og í nokkrum litum. Við í Dekkjahöllinni höfum nú þegar fengið nokkrar stærðir í hús og
bjóðum þær á kynningarverði þessa dagana. Nokkrar stærðir af fjórhjóladekkjum fylgdu með og eru verðin mjög
góð.

KERRUR - NÝ SENDING
18.08.2010
Almennt
Vorum að taka inn nýja sendingu af kerrum. Frábært hausttilboð í gangi - verð frá kr. 127.120 stgr. Kynnið ykkur málið.
Tjaldvagnadekk - fellihýsadekk
14.07.2010
Almennt
Ertu að leggja af stað í ferðalagið? Kannaðu ástandið á dekkjunum...ekki bara á bílnum, heldur líka á eftirvagninum. Vorum
að fá sendingu af slíkum dekkjum í ýmsum stærðum.

Fékk dekkið bætt
07.07.2010
Almennt
Marangoni býður með öllum dekkjum
sínum lífstíðarábyrgð sem er sú einnar sinnar tegundar á landinu. Í vor kom upp atvik þar sem
lífstíðarábyrgðin sannaði gildi sitt.
Kerrur - kerrur - kerrur
08.06.2010
Almennt
Eigum kerrur í ýmsum stærðum á lager. Kynnið ykkur málið.
Vinningshafar í öskudagsleik Dekkjahallarinnar
22.02.2010
Almennt
Dekkjahöllin stóð fyrir samkeppni meðal öskudagsliða á Akureyri. Dómnefndin hafði margt til hliðsjónar þegar kom að
vali. Margir hópar komu til greina en tveir hópar voru valdir í þetta skiptið. Þökkum öllum hópum kærlega fyrir komuna og
hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári! Vinningshafar geta nálgast vinninginn á skrifstofu Dekkjahallarinnar. Vinningshafa má
sjá með því að smella á "Lesa meira".