Smurþjónusta

Til að tryggja endingu bílsins þarf að smyrja hann reglulega.

Hjá Dekkjahöllinni á Akureyri og á Egilsstöðum er starfrækt smurstöð sem býður upp á fljótvirka og góða þjónustu.  Farið er yfir öll helstu atriðin og tryggt að bílinn sé áfram tilbúinn til að þjóna þér og þínum.

Það sem gert er:

  • Skipt um olíu og olíusíu
  • Athugað með loftsíu og skipt ef þarf
  • Athugað með bremsuvökva
  • Athugað með gírkassa
  • Athugað með drif
  • Athugað með rúðuvökva og bætt á ef þarf
  • Athugað með rafgeymi*
  • Athugað með þurrkublöð og ljós*

(*þessa þjónustu þarf að biðja sérstaklega um, en ekki er greitt aukalega fyrir hana) 

Við tökum vel á móti þér og þú færð þér kaffi á meðan við gerum bílinn kláran.