Um okkur

Hugmynd þessi, hún er snjöll
heyr þú ræðu mína,
drífðu þig í Dekkjahöll
að dekkja upp bifreið þína.


Þjónustan alltaf þar er mest
það mun reynslan sanna.
Negla, felga, bóna best
bæta úr vanda manna

Höf. ónafngreindur viðskiptavinur

Dekkjahöllin var stofnuð af Gunnari Kristdórssyni og var í eigu hans og fjölskyldu hans til ársins 2023. Dekkjahöllin er nú í eigu Vekru sem á m.a. Bílaumboðið Öskju, Sleggjuna, Lotus Car Rental og Hentar. Fyrirtækið hefur verið í rekstri í háttnær 40 ár, byrjaði smátt en hefur vaxið jafnt og þétt og hefur nú starfstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Í dag er fyrirtækið með hjólbarðaþjónustu, smurstöð og þvottastöð á Akureyri og hjólbarðaþjónustu og smurstöð á Egilsstöðum. Dekkjahöllin er með hjólbarðaþjónustu á tveimur stöðum í Reykjavík, Skeifunni 5 og Skútuvogi 12. Fyrirtækið flytur inn dekk, felgur og fleiri fylgihluti, sem seldir eru í smásölu og heildsölu.

Nokkur ártöl í sögu Dekkjahallarinnar

1984:

Eftir að hafa starfrækt hjólbarðaþjónustu í bílskúr um tveggja ára skeið flutti Gunnar reksturinn í nýtt húsnæði að Draupnisgötu 5 á Akureyri. Fjöldi hurða 6.

1991:

Byggt við Draupnisgötu 5 á Akureyri. Fjöldi hurða 4, samtals 10.  

1993:

Hafinn rekstur smurstöðvar Dekkjahallarinnar á Akureyri.  

1993:

Hafinn rekstur þvottastöðvar Dekkjahallarinnar á Akureyri.

1998:

Hlébarðinn ehf. í Fellabæ keyptur og þar með hófst rekstur fyrirtækisins á Austurlandi. Fjöldi hurða 3. Boðið upp á hjólbarðaþjónustu, smurstöð og bónþjónustu.

1999:

Byggt við Draupnisgötu 5 á Akureyri. Fjöldi hurða 2 auk lagerhúsnæðis.

1999:

Keypt húsnæði að Draupnisgötu 3 á Akureyri. Fjöldi hurða 2. Aukin aðstaða fyrir þjónustu við búvéla- og vinnuvélar og vörubíla.

2002:

Keyptur rekstur Sóldekks á Egilstöðum. Fjöldi hurða 2.

2004:

Byggt við Þverkletta 1 á Egilsstöðum. Fjöldi hurða 7.

2008:

Keyptur rekstur hjólbarðaverkstæðis í Skeifunni 5. Fyrsta þjónustustöðin í Reykjavík orðin að veruleika. Fjöldi hurða 2.

2012:

Opnað í Skútuvogi 12 J.  Annað hjólbarðaverkstæði Dekkjahallarinnar í Reykjavík.  5 lyftur og góð aðstaða fyrir jeppa., Fjöldi hurða 2

2013:

Keypt húsnæði Þverklettum 2 á Egilsstöðum.

2016:

Keypt húsnæði Draupnisgötu 1, Akureyri.

 

Í dag:

Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag á bilinu 30 – 40 eftir árstíðum.
Fjöldi hurða á Akureyri: 16. Fjöldi hurða á Egilsstöðum: 7. Fjöldi hurða í Reykjavík: 4

Dekkjahöllin ehf. Kennitala: 520385-0109. Vsk.nr: 87195.

Dekkjahöllin er einkahlutafélag og er skráð í hlutafélagaskrá. Dekkjahöllin er með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra, Austurlandi og í Reykjavík.