Fara í efni

Fréttir & tilkynningar

Nýr afgreiðslusalur á Egilsstöðum

11.05.2009
Almennt
Í síðasta mánuði voru gerðar endurbætur á afgreiðslu á Egilsstöðum. Búið er að setja nokkrar myndir af Kristdóri og félögum fyrir austan inn á myndasafnið.

Dekkjahöllin oftast með ódýrasta verð á Akureyri

04.05.2009
Almennt
Neytendasamtökin á Akureyri hafa um árabil alltaf framkvæmt könnun á verði hjólbarðaverkstæðanna í dekkjaskipti.  Skemmst er frá því að segja að Dekkjahöllin var oftast með ódýrasta verð.  Hægt er að sjá niðurstöður með því að skoða fréttina nánar

40% aukning í Dekkjahöllinni í Skeifunni

04.05.2009
Almennt
Óhætt er að segja að Reykvíkingar hafi tekið vel á móti Dekkjahöllinni í Skeifunni. Metaukning hefur átt sér stað á milli ára. Skiptingum í apríl fjölgaði um 40% í samanburði við 2008. Við þökkum frábærar móttökur og erum tvíefld í að bjóða fljóta og vandaða þjónustu á góðu verði.

Og nú er kátt í höllinni....

28.04.2009
Almennt
Undanfarnar vikur hefur verið mikið líf og fjör hjá okkur. Í tilefni af því settum við nokkrar nýjar myndir í myndasafnið.

Nýr starfsmaður í Reykjavík

25.04.2009
Almennt
Almar Már Sverrisson hefur verið ráðinn á starfstöð Dekkjahallarinnar í Reykjavík. Við bjóðum Almar velkominn í hópinn.

Jeppadekkin komin

21.04.2009
Almennt
Nýjasta sendingin af Sigma jeppadekkjunum er komin. Hægt er að sækja pantanir á flestum stærðum á öllum sölustöðum, þ.e. á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík.

Vinningshafar í öskudagsleik Dekkjahallarinnar

27.02.2009
Almennt
Dómnefnd hefur valið vinningshafa í öskudagsleiknum okkar.  Dómnefndin átti mjög erfitt með að velja þrjá hópa.  Það voru margir hópar sem komu til greina.  Dómnefndin hefur valið þrjá hópa og auk þess veitt einum hóp sérstök verðlaun fyrir tónlistarflutning.

Takk fyrir okkur

25.02.2009
Almennt
Það voru 167 hópar sem heimsóttu Dekkjahöllina, Akureyri í dag, öskudag.  Við þökkum þessum hópum kærlega fyrir heimsóknina og allan sönginn.  Dekkjahöllin á Akureyri var með samkeppni í gangi um flottustu búningana.  Dómnefnd situr núna yfir myndunum og verða vinningshafar tilkynntir hér á heimasíðunni fljótlega.  Hægt er að skoða myndir af hópunum með því að velja Um okkur - myndasafn eða með að smella hér!

Bifvélavirkjar óskast

12.02.2009
Almennt
Dekkjahöllin auglýsir stöður bifvélavirkja lausar til umsóknar.  Um er að ræða tvær stöður.  Ein staða á Akureyri á þjónustustöð okkar í Draupnisgötu.  Hin staðan er á þjónustustöð okkar í Skeifunni 5, Reykjavík.  Sjá undir Laus Störf