Míkróskurður

Míkróskurður


Nokkur atriði sem þú þarft að vita um Míkróskurð:

Míkróskurður eykur veggrip
Yfirborð dekksins samanstendur af mörgum smærri flötum. Ástæðan fyrir því að yfirborði dekksins er skipt í smærri fleti er mikilvægi þeirra þegar kemur að hálku og bleytu. Þessir fletir ná ekki gripi með sléttu yfirborðinu heldur með hvössum brúnum. MÍKRÓSKURÐUR bætir um betur og fjölgar þeim brúnum sem fyrir eru í munstri dekksins.

  

Míkróskurður gefur betri hemlun
Rannsóknir hafa sýnt fram á að mesta hemlunarátakið næst rétt áður en dekkið missir gripið. MÍKRÓSKURÐUR stækkar þennan tímaramma. Taktu eftir því á myndinni hér fyrir neðan hvernig míkróskurðurinn myndar fleiri hvassar brúnir sem grípa í. Þessar brúnir minnka hemlunarvegalengd í bleytu og á hálu yfirborði.

 


Míkróskurður bætir aksturseiginleika
Nýtt malbik getur verið tiltölulega slétt og fellt en þegar það eldist og tekur að slitna breytist yfirborðið og verður hrjúft. Dekkið þarf svo að gleypa þetta yfirborð og taka til sín allt hnjask. MÍKRÓSKURÐUR eykur sveigjanleika dekksins og minnkar álag á belginn og hliðar dekksins. Þetta eykur ekki aðeins líftíma dekksins heldur gerir aksturinn mun þægilegri.

  

Míkróskurður eykur kælingu
Hitamyndun er algengur orsakavaldur fyrir bilunum, skemmdum og óeðlilegu sliti í dekkjum. Þó að þessi hitamyndun þyki eðlileg vegna núnings getur hitinn komið niður á endingu dekksins. MÍKRÓSKURÐUR dregur úr hita og afleiðingum hans með því að leyfa dekkinu að kólna. Eins og sést hér fyrir neðan hitnar míkróskorið dekk mun minna vegna þess hve míkróskurðurinn loftar betur um dekkið. Eins og á vatnskassa safnast hitinn fyrir á smærri svæði sem kólna auðveldar.

  

Kynntu þér málið hjá okkur ef einhverjar spurningar vakna.

MÍKRÓSKURÐUR ER EINFALDLEGA BETRI!

 

Dekkjahöllin míkrósker fyrir þig bæði ný og notuð dekk.