Karfan er tóm.
Fréttir & tilkynningar



18 af 20 stærstu rafbílaframleiðendum heimsins velja Continental
27.08.2025
Continental er leiðandi dekkjaframleiðandi sem hefur fest sig rækilega í sessi á rafbílamarkaðinum. Árið völdu 18 af 20 stærstu rafbílaframleiðendum heims Continental undir nýja bíla hjá sér. Þetta sýnir traust iðnaðarins á lausnum Continental, en fyrirtækið útvegar einnig dekk til níu af tíu stærstu framleiðendum á hverju svæði heims (EMEA, Ameríku og APAC).

Yokohama framleiðir 20" háhraðadekk fyrir nýjan Mercedes-AMG CLE 53 4MATIC+ Coupé
23.07.2025
Yokohama Rubber Co., Ltd. hefur tilkynnt að fyrirtækið muni framleiða 20 tommu ADVAN Sport V107 sem upprunalegan búnað (OE) fyrir nýjan Mercedes-AMG CLE 53 4MATIC+ Coupé, sem kemur á markað í júní 2025. Bíllinn verður búinn 265/35ZR20 (99Y) dekkjum að framan og 295/30ZR20 (101Y) að aftan.

Við höfum opnað í Reykjanesbæ
23.04.2025
Dekkjahöllin opnaði sjöttu þjónustustöð sína í Reykjanesbæ í vikunni. Dekkjahöllin er til húsa í Njarðarbraut 11. Við bjóðum alla velkomna og á fyrstu vikunum bjóðum við upp á öflug opnunartilboð.
Engar tímapantanir - bara að mæta

Ný og notendavænni heimasíða
07.04.2025
Ný og notendavænni heimasíða hefur verið tekin í notkun. Heimasíðan er núna beintengd vörulager okkar og sýnir hvort að dekkin séu til á viðkomandi þjónustustöð ásamt upplýsingum um EU neytendamerkingar. Greiðsluferlið hefur einnig verið einfaldað og gengur hraðar fyrir sig.

Dekkjahöllin Framúrskarandi
01.11.2024
Almennt
Creditinfo veitti á dögunum Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar og þetta er í fimmtánda skipti sem Dekkjahöllin hlýtur þessa tilnefningu

Takk fyrir komuna Egilsstaðabúar
16.09.2024
Almennt
Við höldum áfram að fagna 40 ára stórafmæli Dekkjahallarinnar. Í gær, sunnudag héldum við veglega afmælisveislu á Egilsstöðum þar sem nokkur hundruð manns komu og fögnuðu með okkur. Við þökkum vinum okkar kærlega fyrir komuna, gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta og gleðjast með okkur

Afmælishátið á Egilsstöðum
13.09.2024
Almennt
40 ára afmælishátíð Dekkjahallarinnar laugardaginn 31 ágúst síðastliðinn á Akureyri gekk svo vel að við ætlum að endurtaka leikinn á Egilsstöðum sunnudaginn 15 september!