Hunter veghermir

Hunter veghermir

Bylting í jafnvægisstillingu.

Hjá Dekkjahöllinni á Akureyri er hægt að láta álagsmæla dekk og felgur og raða saman á besta mögulega hátt. Með því nást fram allir þeir eiginleikar sem dekkjunum þínum er ætlað að búa yfir.

Með HUNTER vegherminum fæst loksins lausn fyrir:

  • skökk dekk
  • skakkar felgur
  • viðkæma bíla

Það sem þú þarft að vita um jafnvægisstillingu og Veghermi
Á 100 km hraða snýst meðalstórt dekk um 850 snúninga á mínútu.  Á þessum hraða, getur örlítill breytileiki í jafnvægi(balance), stífleiki í hlið á dekki eða hringleika valdið því að hjólið bókstaflega skellist í malbikið 14 sinnum á sekúndu. Skjálftar sem ökumenn finna við akstur geta bent til vandamála. Ef skjálftinn er ekki greindur og skoðaður, getur hann valdið dýrkeyptum skemmdum og varasömum akstri, s.s.

  • of miklu sliti á dekkjum
  • skemmdum á upphengjum og stýrisbúnaði
  • ótraustri stýringu og akstri

Hvað veldur skjálfta í hjólum? Ójafnvægisstillt hjól!

Einföld jafnvægisstilling notar einhliða þyngdarplan og tekur eingöngu á “upp-og-niður” misvægi.  Þetta er einfaldlega ekki nægilegt fyrir bifreiðar í dag sem eru viðkvæmar fyrir titringi. Virk jafnvægisstilling notar tvíhliða þyngdarplan.  Þetta útilokar “upp-og-niður” og “til hliðar” misjafnvægi.  Alltaf skal biðja um tvíhliða jafnvægisstillingu, jafnvel þegar nota þarf límblý.

Kraftfrávik hjóls
Fullkomlega jafnvægisstillt hjól getur ennþá titrað vegna kraftfráviks. Kraftfrávik er oftast vegna hjólaskekkju, ójafns gúmmímagns eða mismunandi stífleika í hliðum á dekkinu.  Hjólaskekkja er þegar dekk eða felga rúllar ekki fullkomlega í hring; algengar ástæður eru skakkar eða bognar felgur eða misslit á dekkjum.Ójafnt gúmmímagn og mismunandi stífleiki í hliðum er hvort tveggja til staðar í nýjum og slitnum dekkjum.  Dekk eru í upphafi aldrei fullkomlega jafn teygjanleg á alla kanta eða fullkomlega kringlótt.  Og engin tvö dekk eru nákvæmlega eins löguð.

Hvernig kraftfrávik er leiðrétt
1.  Með því að setja saman felgu og dekk þannig að hæsti punktur eða stífasti punktur í dekki er sett saman við lægsta punkt í felgu er hægt að láta hjólið rúlla “hringlótt”.
2.  Í sumum tilvikum er felga svo bogin og skökk að það þarf að endurnýja hana eða lagfæra ef það er hægt.
3.  Í sumum tilvikum er dekk með mjög mikið þyngdarfrávik gallað.

Loftþrýstingur og hjólastilling
Ójafn loftþrýstingur og/eða skakkt hjólabil veldur ójöfnu sliti á dekkjum og býr til og magnar misvægi og þyngdarfrávik, sem veldur skjálfta í hjólum.  Hægt er að stilla hjólabil og lagfæra hjól til að minnka eða stoppa skjálftann. 


Stýrisbúnaður og upphengjur
Stýrisbúnaður þarf reglulegt eftirlit.  Hann slitnar og það endar með skjálfta í hjólum.  Einnig getur skjálfti af öðrum uppruna hjálpað til við að stytta líftíma búnaðarins. 

Aðrar faldar ástæður fyrir skjálfta í hjólum

  • hjól sett skakkt undir bílinn
  • slitinn eða ónýtur hemlunarbúnaður
  • drifrás eða annar vélbúnaður slitinn eða ónýtur
  • eiginleikar bílsins
   

Fagmaður með góða þjálfun og réttu tækin getur greint þessi vandamál.  En eina leiðin til að útiloka skjálfta vegna hjólsins sjálfs, þ.e. dekks og felgu, er með Hunter GSP9700 veghermi.