Fara í efni

Fréttir & tilkynningar

Leitum að reynsluboltum á Akureyri og í Reykjavík

17.09.2015
Almennt
Við erum að leita eftir reynsluboltum til að ganga til liðs við starfslið okkar á Akureyri og í Reykjavík. Ef þú ert með reynslu af hjólbarðaþjónustu, smurþjónustu eða bílaviðgerðum þá viljum við endilega heyra frá þér.

Sumardekkin á enn betra verði í september

08.09.2015
Almennt
Við erum að taka til á lagernum fyrir vetrardekkin og ákváðum við því að skella enn meiri afslátt á sumardekkin. Notaðu dekkjaleitarvélina og finndu þér sumardekk á enn betra verði.

Dekkjahöllin samstarfsaðili Chelsea klúbbsins á Íslandi

20.07.2015
Almennt
Dekkjahöllin og stuðningsmannaklúbbur Chelsea á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamning í lok síðustu viku. Dekkjahöllin er umboðsaðili Yokohama á Íslandi en Yokohama verður framan á búningum Chelsea FC næstu fimm ár.

Við lækkum verðið ennfrekar

26.03.2015
Almennt
Við lækkum verðið ennfrekar á Marangoni dekkjunum

Vinningslið öskudagsins

20.02.2015
Almennt
Dómnefnd hefur skilað af sér vinningsliðum sem fá bíómiða og popp og kók í Borgarbíó.

Mikill fjöldi heimsótti okkur á öskudaginn

18.02.2015
Almennt
Öskudagurinn á Akureyri er alltaf haldinn hátiðlegur og árið í ár var engin undantekning. Það komu til okkar um 140 hópar eða um 400 börn.

Dekkjahöllin framúrskarandi fyrirtæki fimmta árið í röð

05.02.2015
Almennt
Dekkjahöllin hefur verið útnefnt framúrskarandi fyrirtæki fimmta árið í röð. Fyrirtæki sem fá útnefninguna hafa farið í gegnum styrkleikagreiningu Creditinfo og staðist þær kröfur sem greiningin setur.

Íslensk náttúra slær í gegn hjá stjórnendum Yokohama.

26.09.2014
Almennt
Í síðustu viku komu Kenneth Saust, framkvæmdastjóri Yokohama í Danmörku og Shinichi Takimoto, forstjóri Yokohama í Evrópu, í heimsókn til Íslands.

Störf í hjólbarða- og smurþjónustu

22.08.2014
Almennt
Leitum að dugmiklum starfsmönnum 18 ára eða eldri í þjónustusali okkar í Reykjavík, á Egilsstöðum og Akureyri. Um er að ræða hvort tveggja tímabundin störf og til framtíðar.