Nú getur þú verslað dekk á netinu

Dekkjahöllin tekur nú í notkun nýja heimasíðu sem var búin til af Stefnu hugbúnaðarhúsi á Akureyri. Nú bjóðum við upp á vefverslun með dekkjum ásamt því að viðskiptavinir geta haft samband við sölumann með notkun netspjalls.

Dekkjahöllin tekur nú í notkun nýja heimasíðu sem var búin til af Stefnu hugbúnaðarhúsi á Akureyri. Nú bjóðum við upp á vefverslun með dekkjum ásamt því að viðskiptavinir geta haft samband við sölumann með notkun netspjalls.

Það er einfalt að leita að dekki.  Þú velur hvort að þú viljir sumardekk eða vetrardekk og setur inn stærðina á dekkjunum. Þá koma upp þær dekkjategundir sem eru í boði í þeirri stærð. Með því að fara með músarbendilinn yfir heiti dekksins þá er hægt að sjá mynd af dekkinu og EU dekkjamerkingu í flestum tilvikum. Athugið að EU merkingar eru ekki á nagladekkjum.

Við bjóðum þér upp á að fá dekkin send með Flytjanda eða Póstinum og kostnaðurinn kemur strax fram við pöntun. Einnig er hægt að sækja dekkjapantanir á sölustaði okkar á Akureyri, Egilsstöðum og í Skútuvogi 12 í Reykjavík. Ennfremur er hægt að láta senda með öðrum flutningsaðilum á kostnað viðtakanda.

Á þessum tímamótum, þá bjóðum við 25% afslátt af heilsársdekkjum sem pöntuð eru á heimasíðunni og því tilvalið að gera góð kaup á heilsársdekkjum fram til 15. mars.  

Ef þú ert með einhverjar ábendingar eða athugasemdir um heimasíðuna þá endilega sendu okkur þær á johann@dekkjahollin.is