Yokohama valið besta sumardekkið

Yokohama BluEarth ES32 var nýlega valið besta sumardekkið í fólksbílaflokki af DriverReviews í Bretlandi. DriverReviews er óháður aðili sem safnar umsögnum frá ökumönnum og eru verðlaunin byggð á umsögnum 360.000 ökumanna. Verðlaunin eru ennfremur eftirsóknarverð því allar umsagnir hafa verið sannreyndar (e. verified).

Auk þess að vera valið besta sumardekkið í fólksbílaflokki þá fékk Yokohama BluEarth GT titilinn „Eindregið mælt með“ (e. Highly recommended) í flokki jepplinga.

Adam Butcher frá DriverReviews afhenti umboðsaðilum Yokohama verðlaunin og sagði við tækifærið: „Fyrir marga kaupendur getur kaupferlið verið flókið. Umsagnir okkar og verðlaun eru til að hjálpa viðskiptavinum að taka upplýsta ákvörðun. Við óskum Yokohama til hamingju með verðlaunin sem sýna glöggt gæði dekkjanna þeirra og metnað þeirra í að veita ökumönnum bestu vörur sem eru í boði.“