Yokohama toppar lista yfir bestu sportbíladekkin

Franska tímarítið „Motorsport“ (Le Magazine de L‘ Automobile Sportive) gerði ítarlega úttekt á dekkjum frá tíu stærstu og leiðandi dekkjaframleiðendum. Í úttekt blaðsins var nýjasta mótorsport dekk Yokohama , ADVAN Sport V105 valið það besta en dekkið var formlega kynnt í Evrópu fyrr á þessu ári.

Franska tímarítið „Motorsport“ (Le Magazine de L‘ Automobile Sportive) gerði ítarlega úttekt á dekkjum frá tíu stærstu og leiðandi dekkjaframleiðendum.  Í úttekt blaðsins var nýjasta mótorsport dekk Yokohama , ADVAN Sport V105 valið það besta en dekkið var formlega kynnt í Evrópu fyrr á þessu ári.

Yokohama var með bestu einkunn í tímatöku, slitþoli og tilfinningu í akstri (sem tók á nákvæmni í akstri, gripi og jafnvægi)

Eftirfarandi dekk voru prófuð:

  • YOKOHAMA Advan Sport V105
  • Bridgestone Potenza S001
  • Continental Contisportcontact 5
  • Goodyear Eagle F1 asymmetric
  • Michelin Pilot Sport 3
  • Pirelli PZero
  • Hankook Ventus S1 Evo2
  • Vredestein Ultrac Vorti
  • Toyo Proxes T1 Sport
  • Nexen N 8000

Úttektin var gerð af Rezulteo, sem er sjálfstætt fyrirtæki sem hefur gert dekkjaúttektir fyrir fjölmarga viðskiptavini í yfir 20 löndum.  Dekkin voru keypt hjá söluaðilum dekkjaframleiðandanna án þess að þeir vissu af því.  Það var gert til að tryggja hlutleysi úttektarinnar og framfylgja aðferðarfræði tímaritsins við úttektir.

Sætaskipan eftir eiginleikum