Verkefnastjóri óskast

Dekkjahöllin auglýsir eftir verkefnastjóra á starfstöð sína á Egilsstöðum. Verkefnastjóri er rekstrarstjóra innan handar við útdeilingu verkefna, skipulag þjónustu og sölu og ráðgjöf til viðskiptavina ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Verkefnastjórnun
  • Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
  • Símsvörun
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af störfum í bílagreinum eða sambærilegum störfum er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun eða verkstjórn
  • Skipulagsfærni, lausnamiðuð hugsun og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Gott vald á íslensku og ensku

Fríðindi í starfi:

  • Afsláttarkjör af bílum, dekkjum og vara- og aukahlutum

Við hvetjum öll kyn til að sækja um. Nánari upplýsingar og umsóknir skulu sendast á kristdor@dekkjahollin.is eða á staðnum.

Dekkjahöllin er innflutnings- og þjónustufyrirtæki á dekkjum og dekkjatengdum vörum ásamt annarri þjónustu við bíla. Dekkjahöllin hefur nýlega gengið í gegnum breytingar á eignarhaldi og er orðið systurfélag Bílaumboðsins Öskju.