Umfelgunar- og dekkjaverð á netinu

ASÍ gaf til kynna að dekkjaverkstæði væru með samráð sín á milli að taka ekki þátt í verðkönnun ASÍ á hjólbarðaþjónustu. Dekkjahöllin vísar þessum ásökunum á bug enda höfum við neitað þátttöku í könnun ASÍ vegna framkvæmdarinnar.

ASÍ gaf til kynna að dekkjaverkstæði væru með samráð sín á milli að taka ekki þátt í verðkönnun ASÍ á hjólbarðaþjónustu.  Dekkjahöllin vísar þessum ásökunum á bug enda höfum við neitað þátttöku í könnun ASÍ vegna framkvæmdarinnar.  Í samtali við ruv.is sagði Elín Dögg, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar að Dekkjahöllin hafi ítrekað reynt að koma gagnrýni á framfæri við ASÍ í gegnum árin en henni hafi verið tekið fálega. „Við gerðum athugasemd við könnunina þrisvar sinnum, eftir það hættum við að taka þátt. Samt komum við ekki illa út úr könnunum. Við fengum ekki góðar undirtökur við athugasemdunum sem voru mjög réttmætar á sínum tíma,“ segir Elín. 

Hægt að fá allar upplýsingar um bæði dekk og verð á umfelgun á heimasíðu Dekkjahallarinnar en auk þess hanga verðlistar umfelgunnar uppi á þjónustustöðvum.