Þökkum öflugu starfsfólki og viðskiptavinum framúrskarandi árangur

Creditinfo veitti 857 fyrirtækjum á Íslandi vottunina framúrskarandi fyrirtæki vegna rekstrarársins 2017 á dögunum. Aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi standast kröfur Creditinfo um vottunina en Creditinfo byrjaði með þessa vottun 2010. Aðeins 55 fyrirtæki á Íslandi hafa verið á þessum lista frá upphafi og er Dekkjahöllin eitt af þeim fyrirtækjum.
Dekkjahöllin byrjaði í bílskúrnum á heimili Gunnars Kristdórssonar árið 1982, en flutti svo árið 1984 í Draupnisgötu á Akureyri þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins er til húsa í dag. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið stöðugur og eftir efnum enda mikið lagt í að reksturinn sé ábyrgur og standi undir sér. Árið 1999 var opnað á Austurlandi og 2008 í Skeifunni 5 í Reykjavík og fjórum árum síðar var opnuð vel búin þjónustustöð í Skútuvogi 12.
„Þessa viðurkenningu má þakka skýrri stefnu, öflugu starfsfólki og sístækkandi viðskiptavinahópi, Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu með öflugum vélakosti og framboði af vönduðum vörum“ segir Þorgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar á Akureyri.