Snertilaus afgreiðsla á okkar stöðvum

Í framhaldi af hertum reglum yfirvalda þá leggjum við meiri áherslu á snertilausa afgreiðslu. Við biðjum viðskiptavini að bíða í bílnum á meðan við veitum þjónustuna. Afgreiðslumaður afgreiðir með posa í gegnum bílrúðu. Vinnum saman að því að ráða bug á veirunni. Við erum öll almannavarnir.