Óskum eftir starfsmanni í lagerumsjón Akureyri

Dekkjahöllin óskar eftir að ráða traustan starfsmann í lagerumsjón á starfstöð sína á Akureyri
Helstu verkefni

  • Móttaka, frágangur og afgreiðsla á vörum inn og út af lager.
  • Talningar, lagerskipulagning og eftirlit.
  • Aðstoð í afgreiðslu og fl. á álagstímum.

Hæfniskröfur

  • Reynsla af lagerstörfum er kostur
  • Nákvæmni, talnagleggni og skipulagshæfni
  • Almenn tölvukunnátta
  • Gilt ökuskírteini , meirapróf kostur
  • Hreint sakavottorð er skilyrði
  • Kostur að hafa þekkingu á dekkjum
  • Jákvæðni og þjónustulund

Upplýsingar um starfið veitir Benedikt Ármannsson, í tölvupósti benedikt@dekkjahollin.is eða síma 460-3009.
Umsóknarfrestur er til og með 18. mars. Athugið að umsóknarfrestur var framlengdur til og með 18. mars.

Umsóknum skal skilað í gegnum umsóknarferli Alfreðs

Sækja um