Óskum eftir að ráða verkefnastjóra

Dekkjahöllin óskar eftir að ráða krafmikinn einstakling í fjölbreytt starf verkefnastjóra í höfuðstöðvar sínar á Akureyri. Capacent sér um ráðningarferlið og skal skila umsóknum þar.  Umsóknarfrestur er til 15. janúar.  

Verkefnastjóri

Starfssvið:

  • Sölumennska, reikningagerð og aðstoð við markaðssetningu.
  • Samskipti við viðskiptavini, birgja og flutningsaðila.
  • Bókhalds- og birgðafærslur, greiningar og skýrslur.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði viðskipta, háskóla­próf kostur.
  • Reynsla af sambærilegum störfum kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Gott vald á íslensku og ensku í máli og riti.
  • Góð færni í Excel.

Dekkjahöllin er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið í rekstri í yfir 30 ár. Dekkjahöllin er með starfstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Fyrirtækið rekur hjólbarðaþjónustu, smurstöðvar og þvottastöð ásamt því að flytja inn dekk, felgur og fleiri fylgihluti, sem seldir eru í smásölu og heildsölu.
Dekkjahöllin hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki síðustu 6 ár eða frá upphafi mælinga.

Starf verkefnastjóra