Ný Yokohama dekk prófuð

Í síðustu viku fóru systkinin Elín Dögg og Stefán Gunnars-börn í reynsluakstur til Lulea í Svíþjóð. Tvö ný munstur í vetrardekkjum voru í reynsluakstrinum ásamt fleirum. Hvort tveggja var verið að prófa nagladekk og naglalaus dekk.
Á komudegi var fyrirlestur um dekkin og framkvæmt prófana rædd. Á öðrum degi var farið gegnum prófunarbrautir. Farið var í gegnum sjö brautir, þar sem eftirfarandi þættir voru prófaðir; akstur í snjó og akstur á ís, svig og grip upp í móti. Prófuð voru nagladekkin, IG65 og IG55, loftbóludekkin G073 og G075 auk dekkja frá samkeppnisaðilum.

„Einstök upplifun og gott að geta prófað dekkin við stýrðar aðstæður. Ég hef sjálf keyrt á Yokohama vetrardekkjum til fjölda ára, en það var ný upplifun að geta gefið inn í beygjum og látið reyna á dekkin við svæsnar aðstæður án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum“ sagði Elín og brosti. „Yokohama er mjög framarlega í hönnun á vetrardekkjum fyrir norðlægar slóðir og ég veit nú að dekkin eru meðal þeirra allra bestu í heiminum í dag“

Stefán var líka hæstánægður með frammistöðu dekkjanna í prófunum en sagði jafnframt að gaman hefði verið að hitta fólk úr bransanum frá hinum Norðurlöndunum...“og hreindýrið var líka gómsætt :)“

Fleiri myndir í myndasafni

keyrt í hálku

Keyrt í snjó

Ella að keyra

Stefán við stýrið

Hópurinn í Luleå