Neptun kerrurnar vinsælar

Neptun Pratik N7-202 með lúxuspakka
Neptun Pratik N7-202 með lúxuspakka

Dekkjahöllin hefur flutt inn í nærri fimmtán ár kerrur frá Neptun við góðan orðstír. Kerrurnar hafa á sér gott orð að vera endingargóðar, vandaðar og auðveldar í notkun.
Mikil kerrusala hefur verið síðustu vikur enda eru kerrurnar á góðu verði eða frá 134.900,-. Við bjóðum upp á einfaldar garðakerru, vandaðar kerrur úr krossvið á tveimur hásingum, mótorhjólakerrur og flatvagna svo eitthvað sé nefnt. Fjöldi aukahlutapakka er í boði og fá viðskiptavinir góðan afslátt af aukahlutum þegar kerran er keypt. Á myndinni má sjá t.d. Neptun Pratik N7-202 með svokölluðum lúxuspakka sem inniheldur 80 cm grind, ábreiðu, nefhjól og lás í handfang. Svona kerra kostar 193.820 kr. Tilvalin kerra fyrir þá sem vilja geta flutt hluti í hvaða veðri sem er.
Kynntu þér úrvalið af kerrum hér á síðunni.