Neituðum að taka þátt!

Dekkjahöllin neitaði að taka þátt í verðkönnun sem ASÍ gerði á dekkjum og umfelgunarverði um land allt 12. október s.l.. Ástæðan var sú að framkvæmd könnunarinnar var ófaglega unnin að okkar mati. Upplýsingar um stærðir sem spurt var um voru of óljósar þegar farið var af stað og buðu upp á rangtúlkun frá hendi fyrirtækjanna.

Dekkjahöllin neitaði að taka þátt í verðkönnun sem ASÍ gerði á dekkjum og umfelgunarverði um land allt 12. október s.l.. Ástæðan var sú að framkvæmd könnunarinnar var ófaglega unnin að okkar mati. Upplýsingar um stærðir sem spurt var um voru of óljósar þegar farið var af stað og buðu upp á rangtúlkun frá hendi fyrirtækjanna.

Spurt var um dekk og skiptingu á nokkrar tegundir af bílum, en nákvæmar stærðir voru ekki settar fram. Augljóst er að slíkur annmarki rýrir áreiðanleika og því var ákveðið að neita þátttöku. Ljóst þykir að ASÍ hafi áttað sig að einhverju leyti á galla könnunarinnar, enda birtu þeir á endanum aðeins hluta af upprunalega spurningalistanum.

Við hvetjum alla þá sem ákveða að framkvæma verðkannanir sem slíkar til að sannreyna það fyrirfram hvort möguleiki sé á misskilningi. Það er hagur neytenda að áreiðanleiki upplýsinganna sé nægjanlegur til að samanburður sé marktækur.

Að lokum hvetjum við ykkur til að hringja til okkar eða mæta á staðinn og kanna verðið á skiptingu og dekkjum. Dekkjahöllin hefur tekið upp þá stefnu að hafa verð á umfelgun aðgengileg fyrir viðskiptavini til skoðunar í afgreiðslu á öllum sölustöðum, en slíkt er nýjung á hjólbarðaverkstæðum hér á landi.