Munstursdýpt skal vera að lágmarki 3 mm frá 1. nóvember

Frá og með 1. nóvember skal munstur á dekkjum vera að lágmarki 3 mm. Heimilt er að vera á nagladekkjum frá sama tíma. Ef þú ert á 50 km hraða og bremsar þá getur munað um 20 metrum í bremsuvegalengd eftir því hvort að þú sért á vetrardekkjum eða á sumardekkjum.

Frá og með 1. nóvember skal munstur á dekkjum vera að lágmarki 3 mm.  Heimilt er að vera á nagladekkjum frá sama tíma.  Ef þú ert á 50 km hraða og bremsar þá getur munað um 20 metrum í bremsuvegalengd eftir því hvort að þú sért á vetrardekkjum eða á sumardekkjum.

Þú getur notað 100 kr. til að mæla munsturdýptina með því að sporðurinn snúi upp.  Ef þú sérð allt hrognkelsið á myntinni þá veistu að dekkin eru ekki lögleg til vetraraksturs.

Vicky Thompson og Etyres.co.uk gerðu myndband fyrir nokkrum árum um mismun þess að keyra á 1,6mm og 3,0 mm munstursdýpt