Marangoni dekk – Umhverfisvæn framleiðsla

Þessa dagana keppast hjólbarðaframleiðendur við að endurbæta framleiðslu sína og útrýma eiturefnum, þ.e. PAH olíu, úr framleiðslu sinni til að uppfylla nýlegar kröfur Evrópusambandsins.  

Þessa dagana keppast hjólbarðaframleiðendur við að endurbæta framleiðslu sína og útrýma eiturefnum, þ.e. PAH olíu, úr framleiðslu sinni til að uppfylla nýlegar kröfur Evrópusambandsins.

 

Skemmtilegt er að segja frá því að Marangoni á Ítalíu var langt á undan sinni samtíð í þessum efnum og var þá þegar á árinu 2007 búið að minnka notkun á PAH olíu við sína framleiðslu í samræmi við þá staðla sem gerðir eru í dag.

Marangoni leggur áherslu á umhverfismál og umhverfisstjórnun og getur í því tilliti státað sig af því að hafa vottað EMAS umhverfisstjórnunartæki, en slík vottun er mun umfangsmeiri heldur en ISO14001 vottun.