Hvað á ég að hafa mikið loft í dekkjunum?

Ein algengasta spurning sem við fáum er það hversu mikið loft á að vera í dekkjunum. Þetta getur verið mismunandi eftir bílaframleiðendum.  

Flestir bílaframleiðendur eru með upplýsingaspjald í hurðarfalsi hjá ökumanni sem sýnir upplýsingar um dekkjastærð og loftþrýsting.  Á spjaldinu eru gefnar upp mismunandi loftþrýstingur eftir því hvort að bíllinn sé fulllestaður eða bara rétt með ökumanni. Með réttum loftþrýstingi er dekkið að ná hámarksendingu og bíllinn verður réttur í stýri þ.e. stýrið verður ekki þyngra í akstri.

En hvað með fellihýsið eða tjaldvagninn?

Þá skipta dekkin öllu máli. Sé dekkið burðardekk þá er hægt að setja meiri loftþrýsting en í venjuleg fólksbíladekk sömu stærðar. Dekkið er þá yfirleitt merkt með bókstafnum C á eftir stærðinni t.d. 175R13 C eða 185/80R14 C. Á dekkinu eru upplýsingar um hámarksþrýsting sem dekkið þolir. Sé um hjólhýsi eða fellihýsi þá er mælum við með hámarksþrýstingi sem skilar sér í auðveldari drætti. 

Hámarksþyngd á dekki