Hátt í 500 börn heimsóttu okkur á öskudaginn

Það er alltaf jafn gaman hjá okkur á öskudaginn á Akureyri en þar er einstaklega rík hefð fyrir öskudeginum enda upphaf vetrarfrís í flestum í skólum í bænum.  Í dag tókum við á móti um 500 börnum í um 180 liðum og greinilegt að mörg lið hafa lagt mikið í söng og búninga þetta árið og kunnum við vel að meta þann metnað sem börnin sýna.  Dómnefnd fer nú yfir alla hópana og velur út hópa sem fá sérstök öskudagsverðlaun sem eru bíómiði í Borgarbíó fyrir hópinn ásamt popp og kók. Hægt er að skoða myndirnar í myndaalbúmi hér á síðunni og einnig á Facebook síðu Dekkjahallarinnar. Ef myndirnar eru skoðaðar í myndaalbúminu hér á síðunni þá er hægt með því að smella á myndina að fá stærri útgáfu af henni. Þökkum öllum hópum kærlega fyrir heimsóknina í morgun. Það er alltaf jafn gaman hjá okkur á öskudaginn á Akureyri en þar er einstaklega rík hefð fyrir öskudeginum enda upphaf vetrarfrís í flestum í skólum í bænum.  Í dag tókum við á móti um 500 börnum í um 180 liðum og greinilegt að mörg lið hafa lagt mikið í söng og búninga þetta árið og kunnum við vel að meta þann metnað sem börnin sýna.  Dómnefnd fer nú yfir alla hópana og velur út hópa sem fá sérstök öskudagsverðlaun sem eru bíómiði í Borgarbíó fyrir hópinn ásamt popp og kók.
Hægt er að skoða myndirnar í myndaalbúmi hér á síðunni og einnig á Facebook síðu Dekkjahallarinnar.
Ef myndirnar eru skoðaðar í myndaalbúminu hér á síðunni þá er hægt með því að smella á myndina að fá stærri útgáfu af henni.
Þökkum öllum hópum kærlega fyrir heimsóknina í morgun.