Gagnaöryggi á dekkjahollin.is

Mynd: Stuart Miles, freedigitalphotos.net
Mynd: Stuart Miles, freedigitalphotos.net
Vegna umræðu um gagnaöryggi tókum við saman upplýsingar um vefverslun okkar á dekkjahollin.is.

Heimasíða Dekkjahallarinnar er ekki tengd afgreiðslukerfi okkar og því er ekki hægt að nálgast upplýsingar um viðskiptavini okkar í gegnum heimasíðuna.  Engar kennitölur eru notaðar við pantanir og greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslumiðlun Borgunar eða með millifærslu sem gerist utan heimasíðunnar.  Upplýsingar um kreditkortanúmer koma aldrei til vistunar á heimasíðu okkar.  Heimasíðan fær skeyti frá Borgun um hvort að greiðsla hafi verið gerð með tilvísun með fjórum síðustu tölustöfunum í kortanúmerinu og þá lýkur heimasíðan ferlinu og sendir pöntun í tölvupósti til viðkomandi.  Heimasíðan er vistuð hjá Stefnu sem leggur mikla áherslu á gagnaöryggi og hefur kerfið verið tekið í öryggisprófun og stóðst það með sóma.  Allar nánari upplýsingar um gagnaöryggi Stefnu má lesa á heimasíðu þeirra