Falken sumardekk loksins á Íslandi

Falken er framleitt af einum stærsta dekkjaframleiðanda í heimi og er núna loksins í boði á Íslandi. Dekkjahöllin býður upp á nokkrar gerðir sumardekkja frá Falken og þar á meðal vinsælu jeppadekkin WildPeak AT3 og MT.

Sincera SN110 er góður valkostur fyrir þá sem eru að leita að gæðadekki góðu verði. Til í algengustu stærðum fyrir fólksbíla.

Ziex ZE310 er með öflugar vatnsraufar og endingargott dekk. Dekkið er til í mörgum stærðum undir flesta gerðir jepplinga.

Azenis FK520 er eitt flottasta dekkið frá Falken. Það er þróað út frá reynslu þeirra úr kappakstrinum og því hentar dekkið vel fyrir kröfuharða ökumenn.

WildPeak AT dekkið er öflugt jeppadekk sem er þó þægilegt og hljóðlátt í akstri

WildPeak MT dekkið er fyrir þá sem vilja grófara dekk og dekkið hefur fengið fína dóma erlendis.