Enn og aftur slær Yokohama í gegn!

Dekkið BluEarth AE-01 frá Yokohama hefur heldur betur komið vel út úr prófunum frá virta TÜV SÜD, sem er heimsleiðandi þýsk vottunar- og eftirlitssamtök.

Dekkið BluEarth AE-01 frá Yokohama hefur heldur betur komið vel út úr prófunum frá virta TÜV SÜD, sem er heimsleiðandi þýsk vottunar- og eftirlitssamtök. Dekkið fékk vottun fyrir að vera ,,gott og orkusparandi dekk“ og fékk hæstu einkunn í eftirfarandi flokkum:

  • minnstu eldsneytiseyðslu
  • lægstu núningsmótstöðuna
  • hemlunarviðbragð á þurru yfirborði
  • hljóðlátasta dekkið

Í rannsókninni var dekkið borið saman við dekk frá fremstu dekkjaframleiðendum í heimi. Dekkin fengu einkunn út frá bremsun í bleytu, stýrihæfni í bleytu, bremsun á þurru yfirborði, núningsmótstöðu, hljóðmengun og meðal eldsneytiseyðslu. Prófanirnar fóru fram á Spáni og í Þýskalandi. Dekkin voru prófuð í raunverulegum akstursaðstæðum og einnig við tilraunaaðstæður.

Meðaleldsneytiseyðsla var 7,01 l/100km þegar ekið var á Yokohama dekkinu, en það dekk sem var í öðru sæti, var með 7,36 l/100km. Auk þess fékk Yokohama dekkið einnig bestu einkunn í prófun á eldsneytiseyðslu við raunaðstæður. Núningsmótstaða var einnig minnst hjá Yokohama dekkinu eða 17% lægri en meðaltal allra í prófuninni.

Í takti við áherslur í umhverfismálum, þá skoraði dekkið einnig hæst hvað varðar hljóðmengun (dB(A)), með einungis 70dB.

Yokohama dekkið kom einnig best út þegar hemlunarviðbragð var mælt úr 100-0 km/klst, og var hemlunarvegalengdin einungis 37 metrar.

Dekkið var einnig yfir meðaltali í stýrihæfni á blautu yfirborði, sem og í bremsun á blautu yfirborði.

Frétt á heimasíðu Yokohama

Niðurstöður rannsóknanna