Dekkjahöllin og Vekra semja við Continental

Dekkjahöllin og Vekra semja við Continental.

Continental hefur gert samning við Dekkjahöllina og Vekru um dreifingu á Continental-hjólbörðum á íslenskum markaði. Erik Eidem, sölustjóri Continental, segir í tilkynningu: „Í valferlinu fyrir nýjan dreifingaraðila á Íslandi lögðum við áherslu á viðskiptahugmyndir samstæðunnar í dag sem og framtíðarhugmyndir, reynslu úr hjólbarðabransanum, efnahagslega stöðu og fjölda verkstæða. Við erum afskaplega ánægð með að hafa valið Vekru og Dekkjahöllina sem dreifingaraðila, Vekra er móðurfélag Bílaumboðsins Öskju, sem fer með vörumerki eins og Mercedes-Benz, Smart, Kia og Honda. Vekra er einnig móðurfélag Dekkjahallarinnar, sem er rótgróið dekkjafyrirtæki, með fjórum verkstæðum og mjög fær á sínu sviði.“

 

150 ára saga Continental

Merki Vekra

Continental, sem stofnað var árið 1871, hefur alltaf haft sterka stöðu í Evrópu með verulega markaðshlutdeild á evrópska hjólbarðamarkaðnum. Markaðshlutdeild í Noregi hefur verið sérlega sterk og aðstæður þar eru svipaðar og á Íslandi þegar kemur að bílategundum, rafvæðingu og loftslagi. Continental þróar brautryðjandi tækni og þjónustu fyrir sjálfbæra fólks- og vöruflutninga. Árið 2023 nam sala Continental 41,4 milljörðum evra og fyrirtækið er með um 200.000 manns í vinnu í 57 löndum.

Dekkjahöllin starfar á Akureyri, í Reykjavík og á Egilsstöðum og mun á næstu mánuðum opna nýja stöð í Miðhrauni Garðabæ og auka þar með við þjónustu sína á höfuðborgarsvæðinu svo um munar. Í Miðhrauni verður dekkjaverkstæði, dekkjageymsla og vöruhús. Dekkjahöllin heldur upp á fertugsafmælið á þessu ári og því einkar ánægjulegt að hjólbarðar Continental bætist við úrvalið á komandi mánuðum.

 

„Dekkjahöllin er hæstánægð með þessa nýjustu viðbót við vöruúrval fyrirtækisins. Markmið okkar hefur alltaf verið fyrsta flokks þjónusta. Continental er þekkt fyrir hágæðavörur og fyrsta flokks hjólbarða. Þessi viðbót mun auka umtalsvert við vöruúrval okkar og við erum viss um að þetta hjálpi okkur að uppfylla kröfur viðskiptavina okkar“, segir Atli Már Kolbeinsson hjá Dekkjahöllinni.

 

Vekra er móðurfélag Bílaumboðsins Öskju, Dekkjahallarinnar, Sleggjunnar, Lotus, Hendar og Bílaumboðsins Unu (Nýr umboðsaðili Xpeng á Íslandi), sem sérhæfa sig í sölu og þjónustu á bílum, útleigu þeirra sem og þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. Verkefni Vekru snúa að fjárfestingarstjórnun og stuðningsþjónustu við rekstrarfélög þess en hvert þeirra er sterkur þátttakandi á sínu sviði.

Continental býður upp á gott úrval sumar- og vetrardekkjum