Dekkjahöllin er framúrskarandi sjöunda árið í röð

Í dag kynnir Creditinfo þau fyrirtæki sem hafa fengið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2016. Dekkjahöllin fær þessa viðurkenningu afhenta núna í sjöunda skiptið en það eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi sem hafa náð þeim árangri. Til þess að hljóta viðurkenninguna þá þarf fyrirtæki að hafa staðist styrkleikapróf Creditinfo.
„Dekkjahöllin leggur mikla áherslu á að vera ábyrg í rekstri, standa við skuldbindingar sínar og á réttum tíma. Dekkjahöllin hefur verið þeirra gæfu aðnjótandi að lykilstarfsmenn þess hafa starfað lengi hjá fyrirtækinu og gríðarleg þekking sé innan fyrirtækisins. Við erum ánægð að hafa náð þessum áfanga enn eitt árið og er stefna okkur að gera sífellt betur“ sagði Elín Dögg Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar og þakkar jafnframt frábærum hópi starfsfólks sem og viðskiptavinum fyrirtækisins árangurinn.

Framúrskarandi fyrirtæki 2016