Dekkjahöllin er framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð

Í gær birti Creditinfo í fjórða sinn lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi og Dekkjahöllin er enn og aftur á þeim lista.
“Við erum mjög stolt af því að hafa náð þeim árangri að vera framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð. Við höfum lagt áherslu á hagkvæman og ábyrgan rekstur og við teljum að með því getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á vandaða þjónustu og vörur á betra verði en gengur og gerist, á fjórum stöðum á landinu. Einnig álítum við mikilvægt að hafa verið eitt af þeim fyrirtækjum, sem náði að standa við skuldbindingar sínar í gegnum undangengna efnahagskreppu án þess að láta skuldir falla á birgja, lánastofnanir eða almenning. Mér finnst gott að starfa í slíku fyrirtæki.” segir Elín Dögg Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar.
 
Árlega vinnur Creditinfo ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins. Nánari upplýsingar og listann er hægt að nálgast hér.