Karfan er tóm.
Dekkjahöllin meðal framúrskarandi fyrirtækja 2025
03.11.2025
Við hjá Dekkjahöllinni erum afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki 2025 og þar með fengið þessa viðurkenningu 16 ár í röð. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á stöðugleika, sterka rekstrarstöðu og áreiðanleika í starfsemi sinni.
Aðeins um 2,5% íslenskra fyrirtækja uppfylla þau ströngu skilyrði sem þarf til að hljóta þessa viðurkenningu, og erum við því afar þakklát fyrir traust viðskiptavina okkar sem gera þetta mögulegt.
Við munum áfram leggja áherslu á faglega þjónustu, góða ráðgjöf og fyrsta flokks dekk og þjónustu á sex stöðum um landið.