Loftbóludekk - fróðleikur

Yokohama loftbóludekkÞegar kemur að því að velja hjólbarða til vetraraksturs þá skiptir máli að kynna sér dekkin og eiginleika þeirra.  Yokohama er einn af stærstu hjólbarðaframleiðendum í dag og leggur mikið upp úr gæðum og að standast ítrustu kröfur markaðarins.

Ein vinsælustu naglalausu dekkin okkar eru loftbóludekkin hjá Yokohama.  

Hörð skel loftbólunnar

Hörð skel loftbólunnar

Gúmmíblandan í dekkinu er einstök.  Í henni eru loftbólur sem hafa harða skel og brúnir grípa í svellið.  Auk þess sýgur loftbólan í sig vatnið sem verður á veginum til þess að dekkið nái festu við yfirborð vegarins.

 

 

Vatnssogandi efniVatnssogandi efni

Í gúmmíblöndunni eru auk loftbólunnar kísil- og kolefni sem soga í sig bleytu sem verður á veginum.

 

 

 

 

 

 

þrívíddarflipaskurðurÞrívíddarflipaskurður

Þessi tegund skurðar tryggir viðnám í munstrinu og tryggir betri endingu og meira grip.

 

 

 

 

Yokohama hefur verið að koma með nýja kynslóð loftbóludekkja og bera þau heitið Yokohama iceGUARD iG50.  Dekkin eru byggð upp á svipaðan hátt.  Yokohama iceGUARD iG50 er framleitt með BluEarth hönnun sem er umhverfisvænni framleiðsla með notkun appelsínuolíu.  Appelsínuolían gerir dekkið léttara og er þar af leiðandi eldsneytissparandi og tryggir góða endingu án þess að það bitni á gæðunum.

Yokohama iG50 Yokohama iveGUARD iG60 Yokohama iceGUARD G075 Yokohama G073

Loftbóludekk

fyrir fólksbíla - iG50

Loftbóludekk

fyrir fólksbíla - iG60

 

Loftbóludekk

fyrir jepplinga og jeppa

G075

 

Loftbóludekk

fyrir jepplinga og jeppa

G073

 

Yokohama loftbóludekk, einstök hönnun - geggjað grip