Íslensk náttúra slær í gegn hjá stjórnendum Yokohama.

Hr. Takimoto, Kenneth Saust og Kristdór Þór
Hr. Takimoto, Kenneth Saust og Kristdór Þór
Í síðustu viku komu Kenneth Saust, framkvæmdastjóri Yokohama í Danmörku og Shinichi Takimoto, forstjóri Yokohama í Evrópu, í heimsókn til Íslands.

Í síðustu viku komu Kenneth Saust, framkvæmdastjóri Yokohama í Danmörku og Shinichi Takimoto, forstjóri Yokohama í Evrópu, í heimsókn til Íslands. Þeir heimsóttu öll verkstæði Dekkjahallarinnar, þ.e. í Skeifunni og Skútuvogi í Reykjavík, Egilsstöðum og á Akureyri. Dekkjahöllin er stoltur umboðsaðili á Íslandi fyrir hágæðadekkin frá YOKOHAMA. Hr. Takimoto og Hr. Saust lýstu ánægju sinni með þjónustustöðvar Dekkjahallarinnar, sem þeir sáu nú loks allar með eigin augum auk þess sem þeir hældu stórbrotinni, íslenskri náttúru í hástert. Ekki var hægt að fara í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar vegna veðurs, en þrátt fyrir það, þá sáu þeir gosið þrisvar. Fyrst úr flugvélinni þegar þeir lentu í Keflavík að kvöldi, síðan úr flugvélinni þegar flogið var frá Reykjavík til Egilsstaða og að lokum úr Hlíðarfjalli hjá Akureyri, þar sem glampi af gosstöðvunum sést í myrkri. Meðfylgjandi eru myndir sem Kenneth Saust sendi okkur.

Hr. Takimoto og Elín fyrir framan Dekkjahöllina í Skeifunni

Gosið í holuhrauni

Hr. Takimoto, Kenneth og Kristdór við komuna til Eg

Kenneth við Goðafoss