Leita eftir stærð

Sumardekk

Yokohama Advan Sport V105
Yokohama Advan Sport V105

Yokohama Advan Sport V105

Eitt öflugasta dekkið á markaðnum í dag

Vörunúmer 1723550YOV105
Verð pr. dekk m.v. fjögur dekkmeð VSK
38.686 kr. Listaverð45.513 kr.
235/50R17 96Y - 38.686 kr.
245/45R17 99Y - 40.791 kr.
225/45R18 95Y - 44.957 kr.
235/40R18 95Y - 38.241 kr.
235/45R18 98Y - 38.366 kr.
235/50R18 101Y - 42.492 kr.
245/40R18 97Y - 41.386 kr.
245/45R18 100Y - 41.642 kr.
245/50R18 100W - 41.096 kr.
255/35R18 109Y - 38.396 kr.
235/35R19 91Y - 45.147 kr.
255/45R19 100Y - 51.262 kr.
265/30R19 93Y - 56.825 kr.
235/35R20 92Y - 51.943 kr.
Uppselt í Vefverslun, gæti verið til á sölustöðum okkar

Lýsing

Yokohama toppar lista yfir sportbíladekk

Yokohama Advan V105 hefur fengið frábæra dóma í prófunum.  Nýlega var gerð könnun á hjólbörðum undir sportbíla.  Þar var Yokohama í efsta sæti en það sem var frábrugðið í þessari könnun er að hjólbarðaframleiðendur sendu ekki dekk í þessa könnun heldur voru keyptir af endursöluaðilum án þess þó að hjólbarðaframleiðendur vissu af.  Hægt er að lesa nánar um hana hér

Uppbygging dekksins:

Uppbygging dekksins

1) Stíf stálbelti
Stálbelti hindra að undirstaða dekksins afmyndist á miklum hraða og bætir stöðugleika. 
2) Rayon þræðir í uppbyggingu dekksins
Rayon þræðirnir eru sterkari en Nylon eða Polyster þræðir. Evrópskir bílaframleiðendur krefjast Rayon þræða í dekkjum sem eru settir undir nýja bíla.
3) Samfelld uppbygging stálbelta
Uppbygginga stálbeltana er gerð þannig að brotið er upp á endana en það tryggir betri kanta og betri endingu.
4) Samskeytalausar brúnir í stálbeltum
Brotið er upp á endana til að tryggja meiri stífleika og að endar stálbeltanna séu án samskeyta.
5) Matrix body-ply
Nýja uppbyggingin gerir stífleika hringsins meiri og bætir stöðugleika.

Hið nýþróaða Matrix Body-Ply bætir stöðugleika í akstri

Vírauppbygging dekksins er höfð eins nálægt gúmmíinu á öxl dekksins.  Með tvöfaldri styrkingu á hlið dekksins er bætt úr stöðugleika hringsins (að hringurinn afmyndist ekki) án þess að fórna þægindum.  Styrkingin bætir einnig grip á þurrum vegi þar sem snertiflötur dekksins er meiri.

Matrix Body-Ply: Anti-Twisting

Matrix Body Ply - vinnur gegn að snúi upp á dekkið.

Matrix Body-Ply: Hliðarnar eru mjög stífar sem tryggir að dekkið heldur betur formi sínu og bregst snöggt við og stýring verður nákvæmari.
Hefðbundin hönnun: Séu hliðarnar með lága stífni þá afmyndast dekkið sem seinkar viðbragði dekksins og stýring verður ekki eins nákvæm.
 

Ósamhverft munstur bætir frammistöðuna í bleytu og þurru

Innhlið úthlið

Munstrið er ósamhverft  og hefur þrjár breiðar raufar og eina mjórri.  Munstrið er þróað í samvinnu við leiðandi bílaframleiðanda í Evrópu og styrkir það frammistöðuna bæði í bleytu og á þurrum vegi.  Kubbar á utanverðu munstrinu eru breiðari til að ná betri frammistöðu á þurrum vegi á meðan raufarnar á innanverður dekkinu eru breiðari til að ná hámarks frammistöðu á blautum vegi.
 
Hámarks snertiflötur skilar sér í betra gripi

Snertiflötur

Hönnuðir dekksins vildu bæta og stækka snertiflöt dekksins.  Með því að hafa stærri kubba og stærri raufar tókst þeim það.  Mikilvægt er að aðalraufin er sem næst miðju snertiflatarins til þess að bæta grip í bleytu og í beygju.  Þessi hönnun undirstrikar hversu vel dekkin virka í bleytu þegar beygt er.
 

Munstursgerð: ADVAN Sport V105 

Uppbygging dekksins_raufar

1) Mismunandi breiðar raufar
Notar breiðar 3+1 raufar.  Einstök virkni í bleytu á miklum hraða.
2) Stíf og breið öxl
Stórbætt stífni í munstri á miklum hraða og skilar sér í miklu gripi á þurru yfirborði.
3) Hljóðdeyfandi skurður
Þessi þunni skurður staðsettur á innanverðu dekkin deyfir niður hljóð frá bílnum.
 
Ósamhverf hönnun
Ósamhverfa hönnunin á innanverðu og utanverðu dekkinu auka hreyfigetu en minnka hljóð.
 
ADVAN Sport V105 hefur einstaka gúmmíblöndu

Sérstök gúmmíblanda

1) Kísilagnir
Talsvert er blandað af kísilögnun í gúmmíblönduna til þess að bæta gripið ennfrekar.
2) Appelsínuolía
Appelsínuolíu er bætt við gúmmíblönduna til að bæta viðloðun við yfirborð vegarins og hámarks grip í bleytu.
3) Kísil hjálparefni
Í gúmmíblönduna er einnig sett kísil hjálparefni sem tryggir jafna dreifingu kísilsins í dekkinu.
4) Efnablönduð fjölliða
Í gúmmíblöndunni eru fjölliður sem bregðast á mismunandi hátt við kísilögnum.  Það skilar sér í betri endingu og betra gripi í bleytu.
 

Gúmmíblandan þróuð með aðstoð leiðandi bílaframleiðanda í Evrópu

Efnasamsetning

Gúmmíblandan var þróuð með aðstoð leiðandi bílaframleiðanda í Evrópu og markmiðið var að ná fram sem bestri frammistöðu. Starfsfólkið fékk það markmið í byrjun að búa til besta gúmmí í heiminum.  Það voru hinar ýmsu blöndur prófaðar og þróaðar í leitinni að bestu blöndunni.  Gúmmíblandan í Advan Sport V105 hefur grip sem ekki hefur sést áður.
 

Appelsínuolía - undirstaðan í bættu veggripi í bleytu

Appelsínuolía

Dekk fellur aldrei alveg að veginum þar sem malbikið er aldrei alveg slétt.  Appelsínuolían gerir gúmmíið mýkra sem bætir viðloðun og bætir þ.a.l. grip.  Yokohama leggur til hjólbarða m.a. í FIA WTCC kappaksturinn og í öðru mótorsporti og þar hafa dekkin sem hafa innihaldið appelsínuolíu sýnt framúrskarandi árangur.

 

Við mælum með