Yokohama hefur framleiðslu á Alliance fólksbíladekkjum

Í byrjun árs kynnti Yokohama Alliance fólksbíladekk en Yokohama keypti Alliance sem hefur framleitt m.a. dráttarvéla- og vinnuvéladekk. Alliance fólksbíladekkin eru byrjuð í sölu sumstaðar í Evrópu og má reikna með að fyrstu dekkin komi til Íslands í byrjun árs 2018. Til þess að styðja við sölu Alliance dekkjanna þá útfærði Yokohama samninginn sinn við Englandsmeistarana í Chelsea og mun nafn Alliance dekkjanna prýða ermar liðsins keppnistímabilið 2017-18.
Alliance dekkin eru framleidd í verksmiðjum Yokohama og eru einungis til að byrja með í sumardekkjum í völdum stærðum. Stefnt er að því að fyrstu Alliance dekkin verði til sölu sumarið 2018.  Alliance merkið er vel þekkt í Dekkjahöllinni en Dekkjahöllin hefur flutt inn dekk frá Alliance til fjölda ára við góðan orðstír.